Sonur Gaddafis fær ekki að bjóða sig fram

25.11.2021 - 11:02
epa06021855 (FILE) A file photograph shows Saif al-Islam Gaddafi, at a press conference in Tripoli, Libya, 23 March 2010 (reissued on 10 June 2017). According to media reports on 10 June 2017, Saif al-Islam Gaddafi has been released from prison under an amnesty agreement made with the militia in western Libya.  EPA/SABRI ELMHEDWI
 Mynd: EPA
Saif al-Islam al-Gaddafi, sonur Muammars Gaddafis, fyrrverandi einræðisherra í Líbíu, fær ekki að bjóða sig fram í forsetakosningum í landinu í næsta mánuði. Kjörstjórn hafnaði umsókn hans á þeim forsendum að þeir sem brotið hafa af sér og hlotið dóm eru ókjörgengir.

Al-Gaddafi var á sínum tíma dæmdur til dauða fyrir glæpi sem hann framdi í uppreisninni sem leiddi til þess að faðir hans var hrakinn frá völdum. Honum voru síðar gefnar upp sakir.

Forsetakosningarnar verða 24. desember. Meðal þeirra sem hafa gefið kost á sér eru stríðsherrann Khalifa Haftar, Abdulhamid Dbeibah, forsætisráðherra til bráðabirgða, og Fathi Bashagha, fyrrverandi innanríkisráðherra. Kjörstjórnin hefur hafnað 25 frambjóðendum.

Alþjóða sakamáladómstóllinn í Haag hefur lýst eftir Seif al-Islam al-Gaddafi fyrir meinta stríðsglæpi.