Skóli hrundi í sprengingu í Sómalíu

25.11.2021 - 12:54
Mynd: AP / AP
Átta létust og sautján særðust, þar af þrettán börn, þegar bílsprengja sprakk í á háannatíma í  morgun í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Mikið tjón varð af hennar völdum.

Hugsanlegt er talið að árásin hafi beinst gegn hópi hermanna á vegum Afríkusambandsins sem berst gegn vígamönnum Al Shabab hryðjuverkasamtakanna sem átti leið um hverfið þar sem sprengjan sprakk. Skammt þar frá eru sjúkrahús og barnaskóli. Fjöldi fólks hraðaði sér á staðinn til að huga að börnum sínum. Skólinn skemmdist verulega í sprengingunni. Börnin voru flutt á sjúkrahús víðs vegar um borgina. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV