Sex látnir og tugir innilokaðir í námu í Síberíu

25.11.2021 - 08:49
epa05182247 A handout picture released by the Vorkutaugol press service on 26 February 2016 shows rescue workers at  the Severnaya coal mine in Vorkuta, about 1,900 km northeast of Moscow, Russia, 26 February 2016. Four people were killed and 26 miners
 Mynd: EPA - VORKUTAUGOL PRESS SERVICE
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir slys í kolanámu í Síberíu í morgun.

Sú tala gæti hækkað þar sem enn eru 49 námuverkamenn fastir neðanjarðar. Ekkert samband hefur náðst við þá sem sitja fastir.

Alls voru 285 manns í námunni þegar slysið varð, en ekki hefur verið greint frá því hvað nákvæmlega gerðist. Hins vegar er vitað af því að eldur kviknaði í námunni og er fjöldi þeirra sem bjargaðist með reykeitrun.
 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV