Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nýr forseti norska þingsins

25.11.2021 - 10:24
epa09600480 Iranian-Norwegian politician Masud Gharahkhani meets the press after being nominated as the new Speaker of the Storting, the supreme legislature of Norway, in Oslo, Norway, 24 November 2021.  EPA-EFE/Heiko Junge  NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB
Stórþingið í Noregi staðfesti í dag tilskipun Masuds Gharahkhanis, þingmanns Verkamannaflokksins, í embætti forseta þingsins. Fyrirrennari hans, Eva Kristin Hansen, varð að segja af sér vegna lögreglurannsóknar sem stendur yfir vegna hugsanlegra brota sex þingmanna á á reglum um húsnæðisstyrkja. Talið er að hún sé einn þeirra. Gharahkhani er fyrsti innflytjandinn sem verður forseti Stórþingsins. Hann flutti frá Íran til Noregs árið 1987.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV