Ný ríkisstjórn á Haítí

25.11.2021 - 06:30
epa09601924 The Prime Minister of Haiti, Ariel Henry (C), speaks during the presentation of the new ministerial cabinet, in Puerto Principe, Haiti, 24 November 2021. Henry presented a new government in which several opposition figures stand out, a sector with which he signed an agreement last September aimed at guaranteeing political stability.  EPA-EFE/Sabin Johnson
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Ný ríkisstjórn hefur tekið formlega við völdum á Haítí, fjórum mánuðum eftir morðið á forsetanum Jovenel Moïse. Forsætisráðherrann Ariel Henry kynnti ríkisstjórn sína í gærkvöld, en hann tók við forsætisráðherraembættinu skömmu eftir að Moïse var ráðinn af dögum.

Ærin verkefni bíða nýju stjórnarinnar. Á Haítí hefur neyðarástand ríkt óslitið frá því að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir árið 2010 og varð hátt á annað hundrað þúsund manns að fjörtóni og hrakti milljónir á vergang. Örbirgð er þar enn meiri en víðast hvar í heiminum, innviðir allir í molum, spilling landlæg og glæpagengi vaða uppi.

Margar erfiðar ákvarðanir

Henry sagði margar erfiðar ákvarðanir bíða ríkisstjórnarinnar og fullvissaði þau sem á hlýddu um að stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja öryggi þjóðarinnar. „Við gerum eins mikið og hægt er með því fjármagni sem við höfum úr að spila til að endurheimta yfirráð stjórnvalda og koma þeim á bak við lás og slá sem þar eigi heima. „Eitt brýnasta verkefni þessarar stjórnar er að tryggja öruggi og stöðugleika samfélagsins,“ sagði Henry.