Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Mannskætt námuslys í Rússlandi

25.11.2021 - 12:16
Mynd: AP / AP
Minnst ellefu eru látnir og yfir 40 slasaðir eftir að eldur braust út í námu í Rússlandi í morgun. Enn eru tæplega fimmtíu manns fastir í námunni og ekki vitað nákvæmlega hvar þeir eru niður komnir. Mikill reykur hefur gert björgunarmönnum erfitt fyrir.

Alls voru 285 við vinnu í námunni þegar slysið átti sér stað. Náman er í Kemerovo-héraði, iðnaðarsvæði í suðvesturhluta Síberíu.

Námuslys eru nokkuð algeng í Rússlandi og rakin til lágra öryggiskrafna, skorti á eftirliti með aðbúnaði á vinnustað og úreltum búnaði sem notaður er til vinnu.

Mannskæðasta námuslys í rússneskri sögu varð árið 2010 þegar 91 lést í stærstu námu landsisn, Raspadskaja, sem einnig er í Síberíu.

 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV