Lokað fyrir innlagnir á Kleppi vegna covid-smits

25.11.2021 - 14:58
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Lokað er fyrir innlagnir á geðendurhæfingardeildina á Kleppi á meðan verið er að rekja smit í kringum sjúkling sem greindist við reglubundna skimun í gær. Öll deildin er í sóttkví, bæði sjúklingar og starfsmenn.

Átta sjúklingar eru í sóttkví en þeir skiluðu allir neikvæðum sýnum í gær. Í dag eru víðtækar skimanir hjá starfsmönnum.

22 liggja á Landspítala vegna COVID-19, þrír á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél.

Alls eru 27 starfsmenn Landspítala í sóttkví og 27 í einangrun með sjúkdóminn. Þá er 131 starfsmaður í vinnusóttkví.