Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Koma í veg fyrir ferjusiglingar Breta á morgun

25.11.2021 - 16:03
epa04816697 A migrant tries to get onto a truck stuck within the traffic jam ahead of the ferry boat port of Calais, France, 24 June 2015. Truck drivers reported that migrants in the French town of Calais were attempting to board the trucks' cargo areas to smuggle themselves into Britain, a common tactic used by people hoping to migrate there. Calais, France's nearest seaside port town to Britain, is a landing place for thousands of migrants - many from conflict regions in the Middle East and from northern and eastern Africa - who settle in makeshift camps waiting for an opportunity to cross the channel. The tunnel connecting France and Britain was closed to traffic in both directions on 23 June due to a port workers' strike protesting the sale of Eurotunnel's ferry service.  EPA/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA
Fiskveiðideilur Breta og Frakka harðna enn. Á morgun ætla franskir sjómenn að koma í veg fyrir að breskar ferjur geti lagst að bryggju í þremur frönskum hafnarborgum við Ermarsund. Gerard Romiti, formaður sjómannasamtaka Frakklands, segir aðgerðina vera viðvörun til Breta.

Ferjur fá ekki að koma að bryggju í Saint-Malo, Ouistreham og Calais að sögn AFP fréttastofunnar. Jafnframt verður för vöruflutningabíla í gegnum Ermarsundsgöngin stöðvuð í nokkrar klukkustundir.

Frakkar krefjast aukinna veiðiheimilda við eyjuna Jersey í Ermarsundi. Eyjan lýtur sjálfstjórn en er á forræði bresku krúnunnar og stjórna Bretar því landhelginni við hana. Jersey er þó miklu nær meginlandi Frakklands og hafa franskir sjómenn fengið að sækja þangað sjóinn.

Yfirvöld á Jersey hafa hingað til aðeins viljað veita frönskum sjómönnum tímabundnar veiðiheimildir. Frakkar vilja hins vegar að þau verði varanleg, í samræmi við viðskiptasamning Breta við Evrópusambandið. Málið varðar alls um 150 til 200 veiðiheimildir.