Heimsglugginn: Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID

Mynd: EPA-EFE / EPA
Tilkynnt var í Þýskalandi í gær að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.

Staðar COVID-19 farsóttarinnar

Í seinni hluti Heimsgluggans ræddi Bogi við Ragnar Bjart Guðmundsson, stjórnmálafræðing og rekstrarhagfræðing, sem hefur fylgst náið með tölum um smit og andlát vegna kórónuveirunnar. Þeir spjölluðu um ástandið núna þegar sem er aftur verst í Evrópu. Í mörgum Evrópuríkjum hefur á ný verið gripið til lokana og annarra ráðstafana til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.