Heimila bólusetningu 5-11 ára

epa09598542 A view of empty Pfizer-Biontech Comirnaty COVID-19 vaccination vials at Phan Huy Chu high school in Hanoi, Vietnam, 23 November 2021. Hanoi started to vaccinate for youth aged 15 to 17 against COVID-19 from 23 November.  EPA-EFE/LUONG THAI LINH
 Mynd: EPA-EFE
Lyfjastofnun Evrópu heimilaði í dag að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn kórónuveirunni með bóluefninu Comirnaty frá Pfizer-BioNTech. Stofnunin hafði áður gefið grænt ljós að börn og ungmenni tólf ára og eldri væru bólusett. Þetta er í fyrsta sinn sem Lyfjastofnunin heimilar bólusetningu svo ungra barna. Mælt er með því að bóluefnið verði gefið börnunum í tveimur skömmtum, tíu míkrógrömm í hvort skipti, með þriggja vikna millibili. Fullorðnir fá þrjátíu míkrógrömm.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV