Býður fram lista fyrir hönd katta — „Alvara með þessu“

25.11.2021 - 14:04
Mynd: Óðinn Svan / RÚV
Nýtt stjórnmálaafl, Kattaframboðið, var kynnt á Akureyri í síðustu viku. Með framboðinu er hugmyndin að kettir bjóði sig fram í bæjarstjórn Akureyrar og mjálmi í burt bæjarfulltrúa sem vilja banna lausagöngu katta.

Ofbauð ákvörðun bæjarstjórnar

Umræðan um ketti á Akureyri hefur verið áberandi upp á síðkastið eftir að meirihluti bæjarstjórnar samþykkti að banna lausagöngukatta frá og með 2025. Su ákvöðrun fór illa í Snorra Ásmundsson sem hyggst berjast fyrir réttindum katta í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Þegar ég frétti af þessari ákvörðun bæjarstjórnar fyrir nokkrum vikum þá bara ofbauð mér. Þessi hugmynd kom svo upp að bjóða fram hérna lista fyrir hönd kattanna.“

Nú eru kettir auðvitað ekki með kennitölu, hvernig sérðu fyrir þér að koma þessu í gegn?

„Eigendur kattanna eru með kennitölur og þeir lána bara kisunum sínum kennitölu.“ 

Sjá einnig: Lausa­ganga katta bönnuð á Akur­eyri árið 2025

Er fúlasta alvara

Hann hvetur kattaeigendur á Akureyri sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfinu að hafa samband. „Ef fólk vill reyna að tala þetta eitthvað niður og segja: „Er þetta enn einn gjörningurinn" það er bara fátækt í því. Mér er algjörlega alvara með þessu.“

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Snorri Ásmundsson