Bóluefni fyrir börn fær væntanlega markaðsleyfi í dag

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Pfizer bóluefnið fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára fær væntanlega markaðsleyfi hér á landi í dag. Þetta segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar.

Lyfjastofnun Evrópu samþykkti í morgun notkun bóluefnisins fyrir þennan aldurshóp og er búist við að Evrópusambandið gefi út markaðsleyfi í dag. Rúna segir að það sé síðan ákvörðun sóttvarnayfirvalda hér á landi að ákveða hvort og hvenær byrjað verður að bólusetja börn.

Miðað er við að börn fái tvær sprautur. Barnaskammturinn er þó minni en sá sem fullorðnir og ungmenni fengu, 10 míkrógrömm í stað 30.  

Höskuldur Kári Schram
Fréttastofa RÚV