Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Samkomulag um ríkisstjórn í Þýskalandi

epa09600820 Acting German Minister of Finance and Social Democratic Party (SPD) top candidate for the federal elections Olaf Scholz speaks during the presentation of the coalition contract in Berlin, Germany, 24 November 2021. Members of German parties Social Democrats (SPD), Free Democrats (FDP ) and Greens were leading talks since German federal elections took place on 26 September 2021. Olaf Scholz will head a three-party coalition with broad plans for Germany's transition to a green economy, under a deal to end 16 years of government led by Angela Merkel.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA
Jafnaðarmenn, græningjar og frjálslyndir demókratar í Þýskalandi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Olaf Scholz, leiðtoga jafnaðarmanna. Flokkarnir tilkynntu um þetta í dag.

Ný ríkisstjórn stefnir að því að kolanotkun verði hætt fyrir árið 2030 og Þýskaland hafi náð kolefnishlutleysi árið 2045. Robert Habeck, annar leiðtoga græningja, verður ráðherra í nýju „ofurráðuneyti“ sem nær yfir viðskipti og umhverfisvernd.

Einum milljarði evra verður varið í launabónus fyrir heilbrigðisstarfsmenn, og þá verður kannabis lögleitt.

Fjármálaráðherraembættið kemur í hlut Frjálslyndra demókrata sem, ólíkt samstarfsflokkunum, eru hægra megin miðju. Christian Lindner, leiðtogi flokksins, verður fjármálaráðherra. Reglur um skuldahámark ríkisins verða innleiddar að nýju frá árinu 2023 til að koma í veg fyrir of mikinn hallarekstur ríkisins.

Kosið var til þings í Þýskalandi 26. september, en flokkarnir hafa átt í viðræðum um myndun ríkisstjórnar frá því skömmu eftir kosningar.

Flokksstofnanir eiga eftir að leggja blessun sína yfir stjórnarsamstarfið, en gert er ráð fyrir að ný ríkisstjórn taki við 6. desember. Þar með verður endi bundinn á sextán ára valdatíð Kristilegra demókrata í Þýskalandi og kanslaratíð Angelu Merkel.