Flýja með golfvöll frá Ekkjufelli vegna hárrar leigu

24.11.2021 - 11:56
Mynd með færslu
 Mynd: east.is - Ekkjufellsvöllur
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur leitað á náðir sveitarfélagsins Múlaþings og óskað eftir aðstoð við að finna flöt fyrir nýjan golfvöll við Egilsstaði. Klúbburinn rekur í dag völl í Ekkjufelli en Kjartan Ágúst Jónasson, formaður klúbbsins, segir að samningur við landeigendur og óviðráðanleg leiga séu að sliga félagsskapinn.

Leiga fyrir land og golfskála sé tvær og hálf milljón á ári. Það sé of mikið fyrir svo lítinn klúbb. Sumir golfklúbbar á Austurlandi séu á landi sveitarfélaga og greiði ekki leigu. Raunar sé staðan sú að klúbburinn þurfi að flýja frá Ekkjufelli með golfvöll sinn til að hægt sé að reka hann almennilega. 

 

 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV