Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Setning Alþingis og niðurstaða kjörbréfanefndar

Forseti Íslands setur Alþingi í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningarinnar. Fljótlega eftir þingsetningu verður greinargerð undirbúningskjörbréfanefndar birt á vef Alþingis.

Starfsaldursforseti Alþingis, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sér um að stýra fundinum þar sem minnst verður látins þingmanns og ráðherra. Þegar forseti hefur sett þingið verður kosin kjörbréfanefnd sem tekur við greinargerð frá undirbúningskjörbréfanefnd vegna talningar í Norðvesturkjördæmi og verður hún um leið birt á vef Alþingis. 

Tillögurnar verða ræddar og greidd atkvæði á þingfundi á fimmtudag. Guðsþjónusta og þingsetning verða í beinni útsendingu á rás 1 og þingsetning í beinni útsendingu í sjónvarpinu og hér á vefnum. Útsending hefst kl. 13:55.