Norðan hríð í nótt og varasamt ferðaveður

23.11.2021 - 22:02
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands - RÚV
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna norðan hríðar sem gengur yfir stóran hluta landsins í nótt og í fyrramálið.

Gul viðvörun tók gildi á Vestfjörðum klukkan níu í kvöld og svo gengur viðvarannabylgjan yfir hvern landshlutann á fætur öðrum, að suðvesturhorninu undanskildu.

Spáð er norðan 15-25 metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum. Á Vestfjörðum er spáð snjókomu og skafrenningi með lélegu skyggni, enda spáð 15-20 metrum á sekúndu. Varasamt ferðaveður er á þessu svæði. Sambærileg spá er fyrir Breiðafjörð, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra og Austurland að Glettingi.

Á Austfjörðum og Suðausturlandi er spáin verri. Þar er spáð norðan stormi og snjókomu, 18-23 metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast austan Öræfa. Varasamt er að vera á ferli á þessum slóðum og ekkert ferðaveður er á Miðhálendinu, einkum norðantil. 

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV