Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Kevin Spacey gert að greiða framleiðendum bætur

epa05380872 US actor Kevin Spacey attends the presentation of the Spring/Summer 2017 Menswear Collection by Italian label Giorgio Armani during the Milan Fashion Week, in Milan, Italy, 21 June 2016. The Milano Moda Uomo runs from 17 to 21 June.  EPA
Kevin Spacey hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanir starfsmanna Old Vic. Mynd: EPA - ANSA

Kevin Spacey gert að greiða framleiðendum bætur

23.11.2021 - 04:10

Höfundar

Bandaríska leikaranum Kevin Spacey er gert að greiða fyrirtækinu sem framleiddi sjónvarpsþættina Spilaborg eða House of Cards 31 milljón Bandaríkjadali í bætur.

Það var dómstóll í Los Angeles í Bandaríkjunum sem komst að þessarri niðurstöðu en fjárhæð bótanna jafngildir tæpum 4,1 milljarði íslenskra króna. Málið var höfðað árið 2019. 

Spacey var rekinn úr þáttunum eftir að upp komu ásakanir á hendur honum um kynferðisbrot gegn unglingsdrengjum og samstarfsfólki. Með framferði sínu var hann sagður hafa brotið margvíslegar reglur fyrirtækisins. 

Í kjölfarið neyddist framleiðslufyrirtækið MRC að fresta framleiðslu þáttanna og endurskrifa handritið til að losna við ósvífna og slæga stjórnmálamannsins Frank Underwood sem Spacey lék í fimm tímamál.

Einnig þurfti að fækka þáttum í sjöttu seríunni úr þrettán niður í átta en mat dómsins er að allt þetta umstang hafi kostað framleiðslufyrirtækið tugi milljóna dala og því beri Spacey og fyrirtæki hans að greiða bætur. 
 

Tengdar fréttir

Erlent

Fær ekki að vera nafnlaus í máli gegn Kevin Spacey

Norður Ameríka

Kevin Spacey kemur fyrir rétt í dag