Það var dómstóll í Los Angeles í Bandaríkjunum sem komst að þessarri niðurstöðu en fjárhæð bótanna jafngildir tæpum 4,1 milljarði íslenskra króna. Málið var höfðað árið 2019.
Spacey var rekinn úr þáttunum eftir að upp komu ásakanir á hendur honum um kynferðisbrot gegn unglingsdrengjum og samstarfsfólki. Með framferði sínu var hann sagður hafa brotið margvíslegar reglur fyrirtækisins.
Í kjölfarið neyddist framleiðslufyrirtækið MRC að fresta framleiðslu þáttanna og endurskrifa handritið til að losna við ósvífna og slæga stjórnmálamannsins Frank Underwood sem Spacey lék í fimm tímamál.
Einnig þurfti að fækka þáttum í sjöttu seríunni úr þrettán niður í átta en mat dómsins er að allt þetta umstang hafi kostað framleiðslufyrirtækið tugi milljóna dala og því beri Spacey og fyrirtæki hans að greiða bætur.