Hrosshár í strengjum

Mynd: Karls Sigtryggsson / RÚV/Landinn

Hrosshár í strengjum

23.11.2021 - 09:29

Höfundar

„Við vorum að flytja verk eftir Önnu Þorvalds og hún vildi nota hrosshár þannig að ég fór út í hesthús með skærin," segir Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari.

„Það er svo sem ekkert óvenjulegt við hrosshár í tónlistarflutningi þar sem fiðlubogar eru úr hrosshárum en það sem var nýtt hjá okkur var að nota hrosshárin á hörpuna í píanóinu, sem gefur einhvern sérstakan hljóm. Ég ætlað fyrst bara að fara út í búð og kaupa hrosshár sem notuð eru í fiðluboga en svo var ég að ráðfæra mig við Hávarð bassaleikara sem spurði hvort ég ætti ekki hross. Ég fór þess vegna í stóðið hjá mér og gerði tilraunir. Ég prófaði fyrst taglhár úr grárri meri sem ég á en þau voru aðeins of fínleg fyrir þetta verkefni, fannst mér. Dökku hárin eru grófari þannig að þau urðu fyrir valinu," segir Helga Bryndís.

Landinn fylgdi henni í hesthúsið og upp á svið með Sinfóníunni.