Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Fyrrverandi harðstjóri Suður-Kóreu látinn

23.11.2021 - 11:44
epa09598398 (FILE) - Former President Chun Doo-hwan (C, front) reads out the so-called alley statement in front of his house in Seoul, South Korea, 02 December 1995 (issued 23 November 2021) after prosecutors issued him a subpoena. Chun and his successor, Roh Tae-woo, stood trial on numerous counts of insurgency, graft and murder in Seoul on 26 August 1996. The historic trial ended with Chun sentenced to death and Roh to a prison term of 22 1/2 years, but the two were later pardoned. Chun, a general-turned strongman who seized power through a 1979 military coup and ruthlessly quelled a pro-democracy civil uprising in the city the following year, died on 23 November 2021, aides said. He was 90.  EPA-EFE/YONHAP SOUTH KOREA OUT
 Mynd: EPA
Chun Doo-hwan, fyrrverandi forseti og einræðisherra Suður-Kóreu, lést á heimili sínu í höfuðborginni Seúl í morgun. Suðurkóreskir miðlar greina frá þessu en Chun var níræður.

Heilsu Chuns hafði hrakað síðustu daga og vikur en hann þjáðist af krabbameini í blóði, sagði Min Chung-ki, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. 

Forseti eftir valdarán

Chun tók völdin í Suður-Kóreu eftir valdarán hersins árið 1979. Hann varð formlega gerður að forseta árið 1980 og gegndi því embætti fram til 1988 þegar Roh Tae-woo, sem einnig kom að valdaráninu, tók við eftir mikil mótmæli gegn stjórn Chuns. Roh lést sjálfur fyrir um mánuði.

Einræðisherrann fyrrverandi var dæmdur til dauða undir lok síðustu aldar fyrir spillingu og landráð, meðal annars í tengslum við fjöldamorð á lýðræðissinnuðum mótmælendum í Gwangju. Kim Young-sam, þáverandi forseti, náðaði Chun svo árið 1997.

Moon Jae-in, núverandi forseti, vottaði fjölskyldu Chuns samúð sína í dag en sagði miður að stjórnvöld hafi ekki enn klárað að rannsaka að fullu ódæðisverk einræðisherrans.

Þórgnýr Einar Albertsson