Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

„Bara sorg og maður er forviða“

Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist sorgmæddur yfir fréttum undanfarinna daga eftir sýningu myndbands alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka sem virðist sýna íslenska hrossabændur sem stunda blóðmerabúskap fara illa með hrossin. Nú sé beðið niðurstöðu rannsóknar Matvælastofnunar á málinu.

„Bara sorg og maður er forviða á því hvernig fólk getur gengið fram í þessum efnum. Þetta er þeim sem þarna koma að til háborinnar skammar,“ segir Kristján Þór spurður um viðbrögð við þessum fréttum. „Við bíðum eftir því með hvaða hætti Matvælastofnun hyggst leggja málin upp. “

En er ekki ljóst að það er pottur brotinn í eftirliti þegar þetta hefur viðgengist í mörg ár og það þarf erlend dýraverndunarsamtök til að benda á þetta? „Ég bendi á að MAST hefur gert athugasemdir. Það kann vel að vera að það sé víða pottur brotinn í því með hvaða hætti eftirlitinu er sinnt og við skulum hafa í huga að það eru fagmenn sem koma að þessu  á sumum stöðum sem virðast ekki hafa gengið fram og hafa staðið hjá þegar þarna eru augljóslega hlutir að ganga úr skorðum.“

 Hefurðu sett þig persónulega í samband við hrossabændur? „Ég hef heyrt í fólki héðan og þaðan og allir eru mjög slegnir yfir þessu.“