Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Jeppa ekið á miklum hraða gegnum skrúðgöngu

epa09596936 A video grab made available by the City of Waukesha shows a red SUV (C) that reportedly drove through the crowd hitting people at a Christmas parade in Waukesha, Wisconsin, USA, 21 November 2021. According to the Waukesha Police chief Dan Thompson more than 20 people were injured in the incident.  EPA-EFE/CITY OF WAUKESHA / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - CITY OF WAUKESHA
Að minnsta kosti tveir eru látnir og vel á þriðja tug slasaðir eftir að jeppa var ekið gegnum árlega jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum. Lögreglan hefur mann í haldi grunaðan um verknaðinn.

Atvikið varð síðdegis í dag að staðartíma og þegar í stað var íbúum borgarinnar ráðlagt að halda sig heima við og fjarri miðborginni.

Fimmtán hinna slösuðu eru börn að aldri. Nokkur eru illa slösuð en ekki liggur fyrir á þessarri stundu hvort fleiri eru látnir. Lögreglumaður skaut í átt að bílnum meðan honum var ekið gegnum mannfjöldann án þess að hæfa ökumanninn, né nokkurn annan. 

Vitni sáu bílinn nálgast, auka hraðann og skömmu síðar heyrðust neyðaróp fólks sem urðu fyrir honum.

Myndbandsupptökur sýna rauðum jeppa ekið á miklum hraða gegnum mannfjöldann. Lögregla fann bílinn fljótlega og skömmu síðar þann sem grunaður er um verknaðinn. Allt skólahald verður fellt niður í borginni á morgun. 

Fréttin var uppfærð klukkan 03:26 með uppfærðum tölum um fjölda slasaðra, tilraun lögreglumanns til að stöðva ökumanninn og að skólahald verði fellt niður.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV