Athugið - færslan inniheldur spilliefni úr sjötta þætti Ófærðar 3.
Nýr yfirmaður rannsóknarinnar í litla sjávarplássinu beið ekki boðanna í sjötta þætti Ófærðar og dró Andra Ólafsson, lögreglumanninn sem þjóðin heldur með, á tálar á hótelinu. Þetta þykir Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, ansi ámælisverð hegðun af hendi persónunnar þar sem ljóst sé að valdaójafnvægi ríki í sambandi þeirra. Ástarsambandið er þó kærkomin viðbót fyrir trygga áhorfendur Ófærðar þar sem lítið hefur reynt á rómantísku taugina í persónu Andra hingað til.