Peng sást óvænt á tennismóti í Peking í morgun

epa09591477 (FILE) - Peng Shuai of China celebrates after defeating Lucie Safarova of Czech Republic during the women's singles semi-final match of the Taiwan open tennis tournament in Taipei, Taiwan, 04 February 2017 (re-issued 19 November 2021). The Women’s Tennis Association (WTA) chief executive Steve Simon said in an interview with a US broadcaster on 18 November 2021 that the WTA could pull their business and deals out of China over the uncertainty of Peng Shuai's situation. Peng has not been seen in public since 02 November 2021 following a post of her on social alleging that she was sexually assaulted by a former Chinese vice premier.  EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Peng sást óvænt á tennismóti í Peking í morgun

21.11.2021 - 06:09
Kinverska tennisstjarnan Peng Shuai birtist óvænt á tennismóti í Peking í morgun en ekkert hafði frést af henni síðan hún birti ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur fyrrverandi varaforseta Kína á samfélagsmiðlinum Webo.

Myndir af Peng á tennismótinu eru birtar á Webo síðu Opna kínverska tennismótsins að sögn AFP-fréttaveitunnar og eins í Twitter-færslum Hu Xijin ritstjóra Global times og vefritsins sjálfs.

Í gær birt Hu sömuleiðis myndskeið sem sýnir Peng sitja að snæðingi með vinum sínum þar sem meðal annars var rætt hvaða dagur væri. 

Ríki heims, íþróttafólk og samtök af ýmsu tagi hafa kallað eftir sönnunum fyrir því að Peng sé heil heilsu og eins hvar hana kunni að vera að finna. Tennisleikararnir Serena Williams, Novak Djokovic og Naomi Osaka hafa lýst þungum áhyggjum af mögulegum örlögum Peng.

Aldrei hafði jafn háttsettur maður og Zhang Ga­oli fyrrverandi varaforseti verið sakaður um kynferðisbrot opinberlega. Færsla Peng á Webo var fjarlægð nánast umsvifalaust og hún sjálf hvarf skömmu síðar. 

Fátítt er að kynferðisbrotamál nái inn í réttarsali og enn sjaldgæfara að dómar falli gegn brotamönnum. Hins vegar hafa brotaþolar mátt þola ófrægingu í kjölfarið.

Peng keppti í tennis á Ólympíuleikunum í Peking, Lundúnum og í Rio de Janeiro. Hún hlaut gull á Asíuleikunum 2010 og er sigurvegari í tvíliðaleik bæði á Wimbledonmótinu og franska opna meistaramótinu.

Tengdar fréttir

Erlent

Bretar krefja Kínverja svara um að Peng sé óhult

Íþróttir

Myndskeið af horfinni tennisstjörnu skýtur upp kollinum

Stjórnmál

MeToo hreyfingin á undir högg að sækja í Kína

Stjórnmál

Krefjast svara um hvar Peng Shuai er niðurkomin