Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

„Kraftaverki líkast að hafa lifað af“

21.11.2021 - 23:09
Emergency services outside Liverpool Women's Hospital in Liverpool, England, Sunday, Nov. 14, 2021. Counter-terrorism police in Britain are investigating an explosion at a hospital Sunday in the city of Liverpool that killed one person and injured another. Police were called to reports of a blast involving a taxi that pulled up at Liverpool Women’s Hospital shortly before the explosion took place Sunday morning. (Peter Byrne/PA via AP)
 Mynd: AP
Leigubílstjórinn sem komst lífs af þegar sprengja sprakk í bíl hans fyrir utan Kvennaspítala í Liverpool segir kraftaverki líkast að hann lifði af. Hann er hylltur sem hetja því tilræðið hefði geta kostað mikið manntjón.

Atvikið varð 14. nóvember síðastliðinn en David Perry særðist eftir að hann læsti farþega sinn Emad Al Swealmeen inni í bínum áður en heimatilbúin sprengjan sprakk.

Perry er hylltur sem hetja syrir skjót viðbrögð sín. Swealmeen fórst en lögregla flokkar atburðinn sem hryðjuverk sem hefði getað valdið miklu manntjóni. Við sprengjuna voru festar kúlulegur, sem hefðu dreifst hratt út og valdið fólki miklum skaða.

Mikið fjölmenni var á götum úti í Liverpool daginn sem sprengjan sprakk en þann dag minnast Bretar fallinna hermanna. 

Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins segir að Perry fagni því að enginn annar varð fyrir tjóni og þakkar almenningi fyrir mikið örlæti í sinn garð. Hann segist nú þurfa að einbeita sér að því að jafna sig, andlega og líkamlega eftir það sem gerðist.

„Það er kraftaverki líkast að hafa lifað af og ég er þakklátur að enginn annar særðist í þessu illvirki,“ segir Perry. Hann þakkar einnig sjúkrahússtarfsfólki og lögreglu en ráðamenn hafa hrósað íbúum Liverpool fyrir mikla samstöðu eftir atvikið.

Sweaalmeen er ættaður frá Írak og var synjað um hæli á Bretlandi árið 2014 en fékk þó að vera áfram í landinu. Hann er sagður hafa átt við andlega erfiðleika að stríða en verið var að meta endurnýjaða hælisumsókn hans frá í janúar.