Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Eftirlýstur eftir að skot hljóp úr byssu í flugstöð

Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Maður á fimmtugsaldri er eftirlýstur eftir að skot hljóp úr byssu sem hann hafði í fórum sínum á flugvelli við Atlantaborg í Bandaríkjunum. Atvikið átti sér stað meðan starfsmaður í flugstöðinni var að gegnumlýsa tösku byssueigandans.

Farþeginn henti sér yfir töskuna meðan á skoðuninni stóð og greip byssuna með þeim afleiðingum að skot hljóp úr henni.

Bandarísk lög heimila ekki vopnaburð á flugvöllum en þó geyma vopn í lokuðum ferðatösku óhlaðin. Í Georgíu er leyft að hafa byssu í fórum sínum á flugvöllum hafi menn leyfi fyrir henni. Þó má ekki fara með vopn gegnum eftirlitshlið. 

Hann flúði af vettvangi í átt að flugvellinum sjálfum en öngþveiti myndaðist í flugstöðinni þegar fólki í óðagoti reyndi að forða sér í skjól eða út. Þrennt slasaðist í atganginum, þó ekki alvarlega.

Fljótlega eftir að atvikið varð tilkynntu stjórnendur flugstöðvarinnar að engin hætta væri á ferðum, þar gengi ekki skotmaður laus. Ríflega einni og hálfri klukkustund lýsti lögregla yfir að allt væri yfirstaðið. 

Miklar annir eru á bandarískum flugvöllum þessa dagana enda er Þakkargjörðarhátíðin framundan með sínum gestakomum og hátíðahöldum. Í