Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Staðfest að fjórir eru látnir eftir hamfarir í Kanada

20.11.2021 - 22:51
epa09587737 A handout photo made available by the Ministry of Transportation and Infrastructure showing flooding on BC Highway 7 caused by days of rain near Ruby Creek, British Columbia, Canada, 15 November 2021 (issued 17 November 2021). One person in reported dead and flooding has caused damage to roads and bridges in western Canada near Vancouver.  EPA-EFE/MINISTRY OF TRANSPORTATION AND INFRASTRUCTURE  / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - MINISTRY OF TRANSPORTATION AND I
Staðfest er að fjórir eru látnir eftir hamfaraflóð og aurskriður í Bresku Kólumbíu í Kanada. Eins er enn leitað en erfiðar aðstæður tefja leitina. Búist er við að rigni aftur á svæðinu í komandi viku.

Kanadíska riddaralögreglan greindi frá því í dag að lík þriggja hefðu fundist við Duffey Lake norðaustur af Vancouverborg. Á mánudag fannst lík konu sem hafði lent í skriðu á þjóðveginum sem tengir Vancouver við önnur svæði fylkisins.

Sá vegur var opnaður fyrir nauðsynlegri umferð fyrr í dag.  Úrhellisrigning gekk yfir vesturhluta Kanada á sunnudag og mánudag sem olli víðtækum flóðum og aurskriðum. Vegir og brýr skemmdust í aurskriðunum.

Yfirvöld í fylkinu fyrirskipuðu eldsneytisskömmtun í fyrradag svo tryggja megi allan flutning og þar með að vörur berist til fólks. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu á svæðinu í næstu viku.