Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Krefjast svara um hvar Peng Shuai er niðurkomin

epa09591477 (FILE) - Peng Shuai of China celebrates after defeating Lucie Safarova of Czech Republic during the women's singles semi-final match of the Taiwan open tennis tournament in Taipei, Taiwan, 04 February 2017 (re-issued 19 November 2021). The Women’s Tennis Association (WTA) chief executive Steve Simon said in an interview with a US broadcaster on 18 November 2021 that the WTA could pull their business and deals out of China over the uncertainty of Peng Shuai's situation. Peng has not been seen in public since 02 November 2021 following a post of her on social alleging that she was sexually assaulted by a former Chinese vice premier.  EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríkjastjórn og Sameinuðu þjóðirnar krefja Kínastjórn um sönnur fyrir því að tenniskonan Peng Shuai sé heil á húfi. Eins vilja þau fá staðfestingu á því hvar hún sé niðurkomin.

Ekkert hefur spurst til Peng Shuai síðan snemma í nóvember eftir að hún á kínverskum samfélagsmiðli sakaði Zhang Ga­oli, fyrr­ver­andi vara­for­seta Kína, um nauðgun. Færslan er nú horfin.

Sameinuðu þjóðirnar krefjast rannsóknar á þeirri ásökun og Jen Psaki upplýsingafulltrúi Hvíta hússins lýsir miklum áhyggjum af örlögum tenniskonunnar.

Kollegar hennar, íþróttasambönd og ríkisstjórnir nokkurra ríkja hafa krafist upplýsinga um hvar hún sé. Aþjóðlegt tennissamband kvenna hótar því að slíta öllum viðskiptatengslum við Kína verði ekki upplýst um hvar hún sé og nauðgunarmálið rannsakað.  

Peng sem er 35 ára keppti í Tennis á Ólympíuleikunum í Peking, Lundúnum og í Rio de Janeiro. Hún hlaut gull á Asíuleikunum 2010 og er sigurvegari í tvíliðaleik bæði á Wimbledonmótinu og franska opna.
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV