Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bilun í smáforriti gerði rafbíla óvirka um stund

20.11.2021 - 04:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Allmargir eigendur rafmagnsbíla bandaríska framleiðandans Tesla víða um heim lentu í því að koma bílnum sínum ekki í gang. Forstjóri fyrirtækisins hafði persónulega samband við marga og hét því að vandinn endurtæki sig ekki.

Vandinn fólst í bilun í netþjóni sem olli því að ræsingarsmáforrit í síma hætti að virka. Aðeins þeir gátu ræst bíla sína sem voru það lánsamir að hafa í fórum sínum sérstakt lykilkort sem fylgir bílunum.

Tesla-eigendur í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku og Þýskalandi greindu frá vanda sínum á samfélagsmiðlum. Elon Musk forstjóri Tesla svaraði allmörgum persónulega.

Hann staðfesti á Twitter síðdegis í gær að vandamálið hefði verið leyst, baðst afsökunar og hét því að það endurtæki sig ekki.

Einn þeirra sem kom Teslunni sinni í gang sagði að það að þurfa að fara um fótgangandi hefði ekki verið sú umhverfisvæna leið sem hann sá fyrir sér með því að kaupa rafmagnsbíl.