Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Biden er fílhraustur að mati læknis Hvíta hússins

epa09592788 US President Joe Biden arrives to participate in the 74th National Thanksgiving Turkey presentation in the Rose Garden of the White House, in Washington, DC, USA, 19 November 2021. The 2021 National Thanksgiving Turkey and its alternate, named 'Peanut Butter' and 'Jelly' respectively, were raised near Jasper, Indiana. The pardoning ceremony is an annual tradition held ahead of the Thanksgiving holiday.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Joe Biden Bandaríkjaforseti er fílhraustur að mati læknis Hvíta hússins. Forsetinn undirgekkst reglubundna og veigamikla læknisskoðun í gær.

Biden sem er elstur allra sem gengt hafa forsetaembættinu hét því að leyna engu um heilsufar sitt, meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra.

Í tilkynningu Kevins O'Connor læknis forsetans segir að Biden sé heilbrigður, líflegur 78 ára gamall karlmaður sem sé hæfur til að gegna öllum þeim skyldum sem fylgi embættinu.

Kamala Harris varaforseti fékk forsetavaldið um hríð fyrr í dag meðan Biden var svæfður vegna ristilspeglunar. Biden er fæddur 20. nóvember 1942 og fagnar því 79. afmælisdegi sínum í dag. 
 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV