Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fimm grunaðir hryðjuverkamenn felldir í Úganda

19.11.2021 - 00:20
epaselect epa09585098 Ugandan police work on the scene of a bomb blast near the Central Police Station in Kampala, Uganda, 16 November 2021. According to Ugandan Police, two blasts occurred near the Central Police Station and another near Parliament in the capital Kampala. No one has claimed responsibility for the attacks in which several were reportedly injured.  EPA-EFE/NICHOLAS BAMULANZEKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregla í Afríkuríkinu Úganda skaut fimm til bana og handtók 21 í dag í tengslum við rannsókn á sjálfsmorðssprengjuárásum í höfuðborginni Kampala á þriðjudag.

ADF, innlend uppreisnarhreyfing sem tengist hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki segist bera ábyrgð á árásunum. Sprengjuárásir hafa verið tíðar í landinu undanfarið.

Hryðjuverkasveitir lögreglu felldi fjóra grunaða hryðjuverkamenn sem stefndu yfir landamærin til Kongó. Sá fimmti var skotinn til bana þegar hann reyndi að komast hjá handtöku nærri höfuðborginni.

Einn þeirra föllnu er Sheikh Abas Muhamed Kirevu sem sagður er bera ábyrgð á því að endurvekja hryðjuverkasveitir í landinu.  Tveir árásarmannanna létu til skarar skríða nærri þinghúsinu í Kampala og sá þriðji á eftirlitsstöð nærri aðallögreglustöðinni. 

Fjöldi ADF liða var handtekinn í Úganda í síðasta mánuði og þá vöruðu lögregluyfirvöldi við því að hryðjuverk gætu verið yfirvofandi. Samtökin ertu talin bera ábyrgð á dauða þúsunda óbreyttra borgara í Kongó og hafa nú beint sjónum sínum og árásum að Úganda að nýju.