Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Segir 7 þúsund hælisleitendur vera í Hvíta-Rússlandi

18.11.2021 - 14:14
Migrants from Iraq lineup to be registered on a special flight to Iraq at the National Airport outside Minsk, Belarus, Thursday, Nov. 18, 2021. A plane carrying migrants back to Iraq is due to leave the Belarusian capital Minsk on Thursday, part of efforts by the Iraqi authorities to help citizens to have been stranded at the border between Belarus and Poland in the hope of getting into the European Union. Spokesman of the Iraqi Foreign Minister Ahmed Al Sahhaf said Thursday that at least 430 people have registered to return to Iraq from Belarus, and the authorities were in process of registering 50 more. (Andrey Pokumeiko/BelTA via AP)
Hlutri hælisleitendanna sem eru á leið heim til Íraks. Mynd: AP - BelTA
Talsmaður forsetaembættisins í Hvíta-Rússlandi segir að um það bil sjö þúsund erlendir hælisleitendur séu í landinu um þessar mundir. Tvö þúsund eru við pólsku landamærin og freista þess að komast yfir til Evrópusambandsríkja.

Talsmaðurinn, Natalya Eismont, segir að Hvít-Rússar hyggist senda fimm þúsund manns til síns heima, en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætli að ræða við embættismenn Evrópusambandsins um að hleypa tveimur þúsundum til Þýskalands af mannúðarástæðum. Þýsk stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum upplýsingum enn þá.

Farþegaþota frá íraska flugfélaginu Iraqi Airways er á leið frá Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, til Bagdad. Að sögn rússnesku fréttastofunnar Interfax er 431 farþegi um borð. Þetta eru aðallega kúrdar sem hugðust komast til Evrópusambandsríkja með því að fara yfir landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV