
Fiskveiðideila í uppsiglingu milli Dana og Breta
Í samkomulaginu sem gert var á jóladag í fyrra, var gert ráð fyrir að ríki Evrópusambandsins mættu veiða í breskri fiskveiðilögsögu allt til ársins 2026.
Náttúruverndarsinnar fagna áformunum sem þeir vonast til að efli lúðustofninn og viðgang hákarls og skötu í Doggerbanka. Danir hafa veitt þar um aldir og bankinn er einhver gjöfulustu fiskimið þeirra að sögn stjórnvalda.
Rasmus Prehn, sjávarútvegsráðherra Danmerkur, segir í samtali við The Guardian að það valdi miklum usla fyrir danskan sjávarútveg ákveði breska ríkisstjórnin að fara á svig við samkomulagið.
Hann segir slíkt vera algerlega óásættanlegt samningsbrot. Spenna hefur einnig ríkt vegna ágreinings um veiðar franskra fiskibáta í breskri lögsögu í kjölfar brotthvarfs Breta úr Evrópusambandinu.