Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þúsundir Kanadamanna yfirgefa heimili sín vegna flóða

16.11.2021 - 05:12
epa07285166 A Canadian flag flies at the Canadian embassy in Beijing, China, 15 January 2019. A Chinese court issued a death sentence to Robert Lloyd Schellenberg of Canada for drug smuggling. On 14 January 2019, following an appeal, a high court in Dalian city changed the man's previous 15 years in prison sentence for drug smuggling and sentenced him to death, saying his previous sentence was too lenient, according to media reports. The ruling comes during a diplomatic row between Canada and China after Canadian authorities arrested Meng Wanzhou, an executive for Chinese telecommunications firm Huawei, at the request of the USA.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: epa
Úrhellisrigning gekk yfir Kyrrhafsstörnd Kanada í gær sem varð til þess að íbúar neyddust til að yfirgefa heimili sín. Sömuleiðis skemmdust vegir og önnur mannvirki. Ríkisstjórnin heitir aðstoð umsvifalaust.

Um það bil sjöþúsund íbúa kanadísku borgarinnar Merritt í Bresku Kólumbíu var skipað að yfirgefa heimili sín eftir að gríðarleg rigning olli vatnsflóðum þar í gær.

Ár flæddu yfir bakka sína og grönduðu vegum og brúm. Tvær aurskriður lokuðu vegi nærri bænum Agassiz skammt frá strönd Kyrrahafs og því komst á þriðja hundrað ökumanna og farþega hvorki lönd né strönd.

Um eitthundrað neyddust til að yfirgefa heimili sín í bænum Abbotsford skammt austan Vancouver-borgar af ótta við tjón af völdum flóða og skriðufalla.

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada heitir því að íbúum svæðisins verði umsvifalaust veitt öll nauðsynleg hjálp vegna flóðanna.