Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Bandarískur blaðamaður laus úr haldi í Mjanmar

epa09583116 A handout photo made available by The Richardson Center shows former US Ambassador to the United Nations (UN) Bill Richardson (R) posing with US journalist Danny Fenster outside a jet after Richardson secured his release just days after Fenster was sentenced to 11 years in prison, in Naypyitaw, Myanmar, 15 November 2021.  EPA-EFE/THE RICHARDSON CENTER HANDOUT -- BEST QUALITY AVAILABLE -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - THE RICHARDSON CENTER
Bandaríska blaðamanninum Danny Fenster var sleppt úr haldi stjórnvalda í Mjanmar í dag eftir sex mánaða varðhald. Í liðinni viku hlaut hann ellefu ára dóm fyrir undirróðursstarfsemi, tengsl við ólögleg félagasamtök og brot á reglum um vegabréfsáritanir.

Fenster var handtekinn í maí síðastliðnum og segist ekki hafa hlotið líkamlega illa meðferð í fangavistinni. Hins vegar hafi honum fundist sem hún ætlaði engan endi að taka.

Hann hafði starfað fyrir miðilinn Frontier Myanmar í um það bil ár þegar hann var handtekinn og settur í varðhald. Þá var hann á leið heim í frí. 

„Ég var handtekinn og stungið inn fyrir engar sakir,“ sagði Fenster eftir að hann kom til Doha, höfuðborgar Katar, en bætti við að hann hafi hvorki verið sveltur né beittur líkamsmeiðingum. 

Honum var leyft að yfirgefa landið en til stóð að ákæra hann fyrir uppreisnaráróður gegn ríkinu og hvatningu til hryðjuverka. Það hefði getað kostað hann lífstíðarfangelsi.

Nú segir herstjórnin í Mjanmar að Fenster hafi verið sleppt af mannúðarástæðum eftir samtal herstjórans Min Aung Hlaing og Bill Richardsson fyrrum sendifulltrúa Bandaríkjanna.

Fenster segir líkamlegt ástand sitt ágætt en að fangavistin hafi reynt verulega á andlegu hliðina. „Því lengur sem vistin varði því sannfærðari varð ég um að hún tæki aldrei endi.“ segir hann. 

Allt frá því herinn tók völdin í febrúar síðastliðnum hafa tugir blaðamanna verið handteknir og á annað þúsund fallið í andófsaðgerðum gegn stjórninni.