Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Innkalla Nóa konfekt sem gæti innihaldið málmagnir

15.11.2021 - 14:12
Mynd með færslu
 Mynd: Nói Siríus - .
Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum tegundum af fylltu konfekti frá Nóa Siríus, en við gæðaeftirlit kom í ljós að málmagnir hafi mögulega dreifst við framleiðslu. Sala á konfektinu hefur verið stöðvuð og þær vörutegundir sem talið er að innihaldi málmagnir hafa verið innkallaðar.

Vörurnar sem Nói Siríus hefur innkallað, í samráði við Heilbrigðiseftirlitið, eru: Konfekt í lausu, 560 grömm merkt best fyrir 4. ágúst 2022, og Konfektkassi 630 grömm, merktur best fyrir 29. júlí 2022.

Neytendum sem hafa keypt framangreindar vörur er bent á að farga þeim eða skila til framleiðanda gegn bótum.