Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

105 ára spretthlaupari setur enn eitt heimsmetið

15.11.2021 - 13:55
Mynd: Skjáskot úr myndbandi EBU / Skjáskot úr myndbandi EBU
Það er ekki að ástæðulausu sem hin hundrað og fimm ára gamla Julia Hawkins er kölluð Fellibylurinn. Hún hefur þegar sett tvö heimsmet í hundrað metra hlaupi í flokki 100 ára og eldri.

Á dögunum varð hún sú fyrsta sem er eldri en 105 ára sem keppir í þessari vegalengd. Þeim áfanga náði hún á hlaupabraut í Lousiana-ríki í Bandaríkjunum. Hlaupið tók rúma mínútu og hafa bandarískir fjölmiðlar eftir heimsmethafanum að henni hafi liðið mjög vel að hlaupinu loknu. 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir