Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Helmingur hlynntur lausagöngu katta

12.11.2021 - 13:41
Mynd með færslu
 Mynd: Buenosia Carol - Pexels
Um helmingur Íslendinga er annað hvort mjög hlynntur eða frekar hlyntur lausagöngu katta í sínu sveitarfélagi. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Prósents. Tæp fjörutíu prósent sögðust frekar eða mjög andvíg.
 

Þegar litið er til afstöðu eftir aldri má sjá að þátttakendur frá aldrinum 18 til 24 ára eru hlynntastir lausagöngu katta og afstaðan verður neikvæðari eftir því sem fólk eldist. Þannig segjast samanlagt 67 prósent yngsta aldurshópsins mjög eða frekar hlynnt lausagöngu en 54 prósent svarenda 65 ára og eldri segjast mjög eða frekar andvíg.

Konur hlynntari en karlar

Konur eru svo hlynntari lausagöngu en karlar og höfuðborgin hlynntari en landsbyggðin. Skiptingu eftir sveitarfélögum og landshlutum má sjá hér að neðan.

 

Könnunin var gerð dagana 5. til 11. nóvember og var send á könnunarhóp Prósents. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Svarendur voru 1.435 eða 51 prósent úrtaksins.