Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Óttast að mislingafaraldur geti verið yfirvofandi

epa07349380 A Filipino child who is suffering from measles is treated inside a government hospital in Manila, Philippines, 07 February 2019. The Philippines health department declared a measles outbreak in Metro Manila and Central Luzon. At least 55 deaths have been recorded since 01 January, mostly children under the age of four, health secretary Francisco Duque III said.  EPA-EFE/FRANCIS R. MALASIG
 Mynd: EPA
Bakslag kom í baráttuna gegn mislingum í covid-faraldrinum. Mun færri ungabörn voru bólusett á heimsvísu við mislingum í fyrra en árin á undan og er óttast að faraldur brjótist út þegar lífið kemst í sama takt og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 

Tuttugu og tvær milljónir ungabarna fengu ekki fyrri skammt bóluefnis við mislingum í fyrra. Það eru þremur milljónum fleiri en árið 2019. Þetta er mesta aukning á óbólusettum börnum í áratugi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. Til þess að halda mislingum í skefjum þurfa níutíu og fimm prósent að vera bólusett. Aðeins sjötíu prósent barna í heiminum fengu annan skammtinn á réttum tíma í fyrra. 

Aðgerðir vegna covid höfðu þau áhrif að færri mislingasmit voru greind í fyrra en árin á undan. Að sama skapi færðist áhersla á eftirlit með útbreiðslu mislinga yfir á eftirlit með covid. Haft er eftir sérfræðingum í skýrslunni að líklega sé núna lognið á undan storminum. Verði ekki gripið til aðgerða, fleiri börn bólusett og betur fylgst með, geti brotist úr mannskæður mislingafaraldur þegar ferðalög og samskipti færist í sama horf og fyrir Covid.