Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Afhenda skal þingnefnd skjöl frá valdatíð Trumps

epa08933155 Members of the US National Guard stand on the grounds of the East Front of the US Capitol in Washington, DC, USA, 12 January 2021. At least ten thousand troops of the National Guard will be deployed in Washington by the end of the week, with the possibility of five thousand more, to help secure the Capitol area ahead of more potentially violent unrest in the days leading up to the Inauguration ofUS President-elect Biden. Democrats are attempting to impeach incumbent US President Trump after he incited a mob of his supporters to riot on the US Capitol in an attempt to thwart Congress from certifying Biden's election victory.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
Þjóðvarðliðar á verði við þinghúsið í Washington. Mynd: EPA-EFE - EPA
Dómari við bandarískan alríkisdómstól úrskurðaði í gær að skjalasafn Hvíta hússins skyldi afhenda rannsóknarnefnd þingsins öll umbeðin gögn í tengslum við rannsókn nefndarinnar á árásinni á þinghúsið í Washington hinn 6. janúar síðastliðinn, atburðarásinni í aðdraganda hennar og mögulegri ábyrgð Donald Trumps, þáverandi Bandaríkjaforseta þar á.

Trump krafðist þess að kröfu nefndarinnar um afhendingu 770 skjala sem tengjast honum, embættisfærslu hans og starfsfólki, skyldi hafnað. Vísaði hann til víðtækrar friðhelgi forseta gagnvart ákvörðunum og aðgerðum í valdatíð sinni.

Rannsókn skjalanna þjónar hagsmunum almennings

Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að „það þjóni hagsmunum almennings að heimila -- ekki hindra -- rannsókn á þeim atburðum sem leiddu til og urðu þann 6. janúar, eins og vilji bæði löggjafar- og framkvæmdavaldsins stendur til, og jafnframt að huga að löggjöf til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir geti nokkru sinni endurtekið sig,“ segir í úrskurði dómarans Tanyu Chutkan, sem birtur var í bandarískum fjölmiðlum í gærkvöld. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV