Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Greiða fórnarlömbum bætur úr sjóðum kirkjunnar

epa08359616 A mass officiant moves a censer during the Holy Saturday mass preceding Easter Celebration at the Catholic Church of Saint Roch (Saint of Doctors and Intercessor of the Plague in the Catholic tradition) in Paris, France, 11 April 2020 (Issued on 12 April). Easter and religious celebrations are held without faithful while France is under lockdown in an attempt to stop the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus causing the Covid-19 disease.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
 Mynd: EPA
Kaþólska kirkjan í Frakklandi ætlar að nota eigin sjóði til þess að greiða fórnarlömbum kynferðisbrota af hendi presta og starfsmanna kirkjunnar bætur. Þetta var ákveðið á þingi 120 kaþólskra biskupa í Frakklandi.

Biskuparnir hafa fundað fyrir luktum dyrum í borginni Lourdes undanfarna daga. Í rannsóknarskýrslu sem gefin var út í síðasta mánuði kom fram að starfsmenn kirkjunnar hefðu brotið gegn um 216 þúsund börnum allt frá árinu 1950. Skýrsluhöfundar bentu á 45 leiðir til úrbóta. Biskuparnir sögðu að tillögur þeirra yrðu nánari útfærsla á einhverjum þeirra leiða. Því var jafnframt heitið að allir fengju bætur, þó mál þeirra teldust fyrnd samkvæmt lögum. Fyrstu bætur verða greiddar á næsta ári.

Ekki hefur verið ákveðið nákvæmlega hvernig peningar verða sóttir til að greiða bæturnar. AFP fréttastofan hefur eftir yfirlýsingu biskupanna að annað hvort verði eignir kirkjunnar seldar, eða sótt um lán fyrir bótagreiðslunum. Samkvæmt fréttastofu franska útvarpsins RFI nema eignir kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi um 700 milljónum evra, jafnvirði um 105 milljarða króna.