Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Óbreyttar landamæraaðgerðir fram til 15. janúar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum vegna Covid-19, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Reglugerðin gildir til 15. janúar 2022.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ástæðan er sögð mikil fjölgun smita innanlands að undanförnu.

Sóttvarnalæknir bendir á að faraldurinn sé í töluverðum vexti, þeim fari fjölgandi sem veikjast alvarlega og faraldurinn sé farinn að hafa íþyngjandi áhrif á starfsemi Landspítala. Um tvö prósent þeirra sem greinast með Covid-19 þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV