Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Indverskt bóluefni fær bráðabirgðaleyfi

03.11.2021 - 14:44
epa09270364 A health official displays a vial of  the 'COVAXIN' vaccine against Covid-19 during a vaccination drive, in Bangalore, India, 14 June 2021. The Karnataka State government has eased coronavirus restrictions and imposed semi lockdown and the night curfew will be in effect from 7pm to 5am in all other districts and weekend curfew will be imposed in Bangalore city.  EPA-EFE/JAGADEESH NV
 Mynd: EPA-EFE
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf í dag grænt ljós á notkun indverska bóluefnisins Covaxin, sem notað er víða um Indland til að verjast kórónuveirunni. Það er áttunda bóluefnið sem stofnunin hefur viðurkennt frá því að heimsfaraldurinn braust út.

Í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir að Covaxin sé einkum hentugt til notkunar í löndum þar sem tekjur íbúanna séu litlar eða miðlungs háar. Þá sé litlum vandkvæðum búið að geyma birgðir af því.

Lyfjafyrirtækið Bharat Biotech sem framleiðir Covaxin segir að það veiti 78 prósenta vörn gegn kórónuveirunni eftir tvær bólusetningar með fjögurra vikna millibili. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV