Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Baldvin Þór svæðismeistari

Mynd með færslu
 Mynd: Michael Sc. - FRÍ

Baldvin Þór svæðismeistari

01.11.2021 - 11:27
Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon varð um helgina svæðismeistari í 8 kílómetra víðavangshlaupi í Bandaríkjunum. Hann keppir fyrir Eastern Michigan háskólann.

Eastern Michigan keppnir í Mið-Ameríkudeildinni í frjálsíþróttum þar vestra. Baldvin hljóp víðavangshlaupið á 24 mínútum, 5,07 sekúndum og sigraði. Þetta er fyrsti titill hans í þessari grein en hið sama hafði Hlynur Andrésson afrekað fyrir fjórum árum, en hann keppti líka fyrir Eastern Michigan.

Karlalið skólans varð ennfremur svæðismeistari, þriðja árið í röð. 

Baldvin Þór er fjölhæfur hlaupari og á hann Íslandsmetin í 1500 og 3000 metra hlaupum og á Íslandsmet 22 ára og yngri í 5000 metra hlaupi.