Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mannskæð sprengjuárás í Aden

31.10.2021 - 05:23
epa09555082 Yemenis inspect the scene of a car bomb attack outside Aden airport in the southern port city of Aden, Yemen, 30 October 2021. A car bomb exploded near the entrance to Aden airport in the southern Yemeni city of Aden, killing at least 12 people and wounding at least 10 others. Aden is the temporary home of the Saudi-backed Yemen's internationally-recognised government as the Houthis have taken control of much of northern Yemen since 2015.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bráðabirgðastjórnar Suður-Jemen, sem á aðild að opinberri ríkisstjórn landsins, sagði bílsprengju hafa verið sprengda „til að drepa fjölda friðsamra borgara, þar á meðal börn, og særa marga til viðbótar.“ Þrjár vikur eru síðan sex manns fórust í bílsprengju sem beint var gegn héraðsstjóra Aden.

 

Illvirki gærdagsins er mannskæðasta hryðjuverk sem unnið hefur verið í þessu stríðshrjáða landi síðan í desember. Þá fórust minnst 26 manns, þar á meðal þrír starfsmenn Alþjóða Rauða krossins, þegar sprengjur sprungu á flugvellinum í Aden í sama mund og nokkrir ráðherrar jemensku stjórnarinnar gengu frá borði flugvélar.

Ráðherrarnir komust óskaddaðir frá árásinni en tugir manna særðust. Enginn hefur lýst þessum hryðjuverkum á hendur sér en talsmenn Jemensstjórnar kenna vopnuðum sveitum Húta um.

Þrjú börn fórust og þrjú særðust í annarri árás

Þá dóu þrjú börn og þrjú særðust alvarlega þegar sprengjum rigndi yfir hverfi í borginni Taez, þriðju stærst borg Jemens, í gær. Enginn hefur heldur viljað kannast við þá árás en báðir stríðsaðilar, Hútar og hernaðarbandalag Jemesstjórnar, Sádi Araba og bandamanna þeirra, kenna hvor öðrum um.