Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Jólaferðir á sólarstrandir lokka og laða landann

epa08930250 Tourists enjoy the sunny weather at the beach of Los Cristianos, southern Tenerife, Canary Islands, Spain, 10 January 2021. Sunshine returned to dominate the weather on the Canary Islands after they were hit by the Filomena winter storm before it moved on to the Spanish peninsula where it reportedly caused the heaviest snowfalls in decades on 09 January.  EPA-EFE/Raman de la Rocha
 Mynd: EPA
Uppselt er í margar þær jóla- og áramótaferðir sem íslenskar ferðaskrifstofur bjóða upp á. Ferðir eru nánast uppurnar óvenju snemma í ár samanborið við venjulegt árferði.

Fjallað er um þennan mikla ferðahug landsmanna í Morgunblaðinu í dag. Einhverjar ferðaskrifstofur eru sagðar hafa bætt við flugferðum svo hægt sé að bjóða upp á fleiri sæti.

Haft er eftir Þórunni Reynisdóttur framkvæmdastjóra Úrvals Útsýnar að Íslendinga þyrsti í að komast í sólina. „Það er hægt að kom­ast úr landi og það er hægt að kom­ast í sól,“ segir Þórunn. „Og svo get­um við alltaf komið fólki eft­ir ein­hverj­um króka­leiðum.“

Kristjana Lilja Wade hjá Vita tekur undir það og að fólk hafi frestað áður bókuðum ferðum sínum til jólanna. Tenerife, Alicante og Kanarí eru vinsælir áfangastaðir og algengt að seljist upp í ferðir þangað.

Andri Már Ingólfsson forstjóri ferðaskrifstofunnar Aventura segir aðeins hafa hægst á bókunum í haust þegar kórónuveirutilfellum tók að fjölga en ferðahugurinn hafi tekið við sér fyrir um mánuði. 

Andri Már segir örfá sæti  laus í golf­ferð til La Gomera yfir ára­mót­in. „Ég held það séu til fjög­ur eða sex sæti þar en ann­ars eru jól­in bara far­in.“