Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Læknar Elísabetar II ráðleggja henni hvíld næstu vikur

epa08140741 Britain's Queen Elizabeth II leaves after a service at St Mary the Virgin church, Hillington, Norfolk, Britain 19 January 2020. Buckingham Palace announced yesterday that Prince Harry, Duke of Sussex and Meghan, Duchess of Sussex will have their royal titles removed as they step back from royal duties.  EPA-EFE/WILL OLIVER
Elísabet II, drottning Bretlands. Mynd: EPA-EFE - EPA
Læknar Elísabetar Bretadrottingar ráðleggja henni að hvílast og hafa hægt um sig næstu tvær vikur. Drottningin hefur haft í mörg horn að líta undanfarið en hún var lögð inn á sjúkrahús eina nótt fyrr í mánuðinum.

Drottningin sem er orðin 95 ára hyggst hlíta þeim ráðum en kveðst þó ákveðin í að taka þátt í hátíðahöldum til minningar um þau sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni þann 14. nóvember næstkomandi.

Hún heldur áfram að nýta sér tæknina til funda en heldur sig heima við annars. Elísabet frestaði heimsókn til Norður-Írlands fyrr í mánuðinum og fór í kjölfarið í læknisskoðun á King Edward-sjúkrahúsinu 20. október, þar sem hún dvaldi yfir nótt.

Hún hélt fjarfundi með nokkrum sendiherrum erlendra ríkja á þriðjudaginn var en nú hefur verið tilkynnt að hún taki ekki þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow.

Þess í stað verður flutt fyrirfram upptekið ávarp hennar til ráðstefnugesta. Ávarpið var tekið upp í gær.

Að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins er Elísabet fremur þreytt en veik, enda hefur hún haft í mörgu að snúast undanfarnar vikur og mánuði.