Nokkrir íbúar í Hveragerði og nágrenni hrukku upp af værum blundi þegar jörð skalf þar laust fyrir klukkan hálftvö í nótt. Yfirfarnar mælingar Veðurstofunnar sýna að skjálftinn var 3,3 að stærð og að upptök hans voru í Reykjadal, á vinsælli gönguleið um það bil fjóra kílómetra norð-norðvestur af Hveragerði.