Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Fallegasti kisi landsins fékk ráð frá vaxtaræktarhetjum

26.10.2021 - 17:28
Mynd: Sölvi Andrason / RÚV
Verðlaunakötturinn Pondus var á dögunum valinn fallegasti köttur landsins. Hann á ekki langt að sækja fegurðina því bæði blómóðir og eigendur hafa sópað að sér verðlaunum í svipuðum keppnum í gegnum árin.

Skemmtilegur en svolítið frekur

„Hann talar mjög mikið, hress og skemmtilegur, leikur í honum og svolítið frekur,“ segir Sesselja Sif Óðinsdóttir, eigandi Pondusar sem fyrr í þessum mánuði stóð hann upp sem sigurvegari í einskonar fegurðarsamkeppni og sigraði í flokki geldinga á haustsýningu Kattaræktarfélags Íslands, Kynjakatta.

Höfuðlag, feldur og eyrun skoðuð

Kristín Kristjánsdóttir, móðir Sesseliju fór með Póndus í keppnina. „Þetta eru hreinræktaðar kisur og líka húskettir sem keppa þarna. Þetta er skipt í flokka og þarf hver tegund að uppfylla, allskonar, höfuðleg og skrokkurinn og feldurinn og eyrun þurfa að vera rétt staðsett og nefið allt saman. Út á það gengur þetta svolítið.“

Fegurðin í blóðinu

Hann á ekki langt að sækja þessa fegurð því móðir hans, Leyla sem búsett er í Svíþjóð hefur sigrað hverja fegurðarsamkeppnina á fætur annari þar í landi. Og svo eru það eigendurnir en þau hafa öll þrjú unnið til verðlauna á vaxtaræktarkeppnum. Því auk þeirra mæðgna sem hafa unnið mörg verðlaun er heimilisfaðirinn, Sigurður Gestsson margfaldur Íslandsmeistari í greininni. Þau gáti því gefið honum góð ráð áður en haldið var í keppnina.  „Jú aðallega svona í að sýna sitt besta, vera ljúfur og góður við dómarann, þá kemstu ansi langt sko.“

Greinilega, hann kom með titilinn heim

„Já segðu, alsæll með þetta“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Pondus með bikarana