Gestir Snærósar Sindradóttur að þessu sinni voru fjölmiðlafólkið Margrét Erla Maack og Birgir Olgeirsson. Þau voru sammála um að upplýsingar um að hinn látni, Ívar, hefði stundað kynlíf skömmu fyrir andlát sitt geti mögulega verið afvegaleiðandi fyrir áhorfendur sem sjálfkrafa geri ráð fyrir að um gagnkynja kynlíf hafi verið að ræða. Ekkert hafi komið fram í máli meinatæknisins í þættinum um það hvort kynlífið hafi verið stundað með karli eða konu og því gæti verið um afvegaleiðingu af hálfu aðstandenda þáttanna að ræða. Sú hugsanavilla geti skipt sköpum um það hver beri ábyrgð á andláti Ívars og hvernig áhorfendur lesi úr fléttu þáttanna eftir því sem fram líður.