Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Naumur sigur Aftureldingar og HK enn án stiga

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Naumur sigur Aftureldingar og HK enn án stiga

25.10.2021 - 21:09
HK er enn án stiga á botni úrvalsdeildar karla í handbolta eftir naumt tap gegn Aftureldingu í kvöld, 28-30. Staðan var jöfn þegar innan við tvær mínútur voru eftir en Afturelding skoraði tvö síðustu mörk leiksins.

Liðin skiptust á að hafa forystu í jöfnum fyrri hálfleik en Afturelding var marki yfir að honum loknum, 14-15. Áfram hélt forystan að sveifla milli liða þar til upp úr miðjum seinni hálfleik þegar Afturelding komst 5 mörkum yfir. HK menn neituðu að gefast upp og við tók 7-2 kafli heimamanna sem jöfnuðu í 27-27 þegar rúmar tær mínútur voru eftir. Mosfellingar voru hins vegar sterkari í lokin og unnu 28-30.

Þorsteinn Leó Gunnarsson og Árni Bragi Eyjólfsson voru markahæstir Aftureldingar með 7 mörk hvor en hjá HK var það Kristján Ottó Hjálmsson með 7 mörk. Afturelding er í 6. sæti með 6 stig eftir fimm umferðir en HK hefur tapað öllum fimm leikjunum sínum og er enn án stiga á botninum ásamt Víkingi.

STAÐAN Í OLÍSDEILD KARLA